Allt er klappað og klárt á milli Southampton og Chelsea varðandi kaup blá liða á Romeo Lavia frá Southampton.
Fabrizio Romano sagði frá því í gærkvöldi að Lavia muni kosta Chelsea 58 milljónir punda.
Chelsea borgar 53 milljónir punda fyrir 19 ára Belgann en að auki eru 5 milljónir punda í bónusa ef vel gengur.
Lavia hafnaði Liverpool og vildi fremur fara til Chelsea og mun hann skrifa undir hjá félaginu í vikunni.
Lavia er annar miðjumaðurinn sem Chelsea kaupir í vikunni en Moises Caicedo var kynntur til leiks á mánudag. Þá er Chelsea að kaupa Michael Olise kantmann Crystal Palace.
Understand final fee for Roméo Lavia to Chelsea after agreement revealed few mins ago will be £53m fixed plus £5m in add-ons. 🔵🇧🇪 #CFC
Lavia will be unveiled as Chelsea player this week. ✨
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 15, 2023