Það er allt að verða klappað og klárt hjá Neymar svo hann geti gengið í raðir Al-Hilal í Sádí Arabíu.
Neymar fær 22 milljarða íslenskra krón í árslaun hjá Al-Hilal og mun skrifa undir tveggja ára samning.
Nokkrar klásúlur eru svo í samningi Neymar og þar sem koma stjórnvöld frá Sádí Arabíu inn og eru til í að greiða Neymar vel fyrir að tala fallega um land og þjóð.
Fyrir hverja fallega færslu um Sádí Arabíu fær Neymar 430 þúsund pund eða um 73 milljónir króna í sinn vasa fyrir eina létta Instagram færslu.
Neymar kemur til Al-Hilal frá PSG þar sem hann hefur verið í nokkur ár en ekki fundið þann takt sem vonast hafði verið til.