Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur sent óvænta pillu á granna sína í Manchester United fyrir leikinn gegn Sevilla í Ofurbikarnum.
Sevilla sem vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð mætir þar Manchester City sem vann Meistaradeildina.
Sevilla komst áfram í Evrópudeildinni með því að vinna Manchester United og sá leikur var í huga Pep Guardiola þegar hann ræddi við fréttamenn.
„Ég er með tilfinningu, ég biðst afsökunar á hrokanum en Manchester City er líklegra liðið til að vinna þennan leik,“ sagði Guardiola.
„Við erum með gæði, en auðvitað vitum við það að er ekkert gefins. Ég sá seinni leikinn hjá Sevilla og United, United voru aumir þar. Sevilla geta verið sterkir.“
Guardiola og félagar unnu þrennuna á síðustu leiktíð og getur farið af stað með látum með sigri á morgun.