fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Cancelo til Arsenal eftir allt saman? – Fyrst þarf þetta að gerast

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal gæti endurvakið áhuga sinn á Joao Cancelo fyrir gluggalok ef Kieran Tierney fer. Daily Mail segir frá.

Cancelo er ekki inni í myndinni hjá Manchester City og er ekki ólíklegt að hann fari þaðan. Hann var á láni hjá Bayern Munchen seinni hluta síðustu leiktíðar en þýska félagið nýtti ekki ákvæði um að kaupa hann í sumar.

Portúgalski bakvörðurinn er þá sterklega orðaður við Barcelona þessa dagana, en fyrr í sumar var Arsenal talið hafa áhuga á honum.

Samkvæmt nýjustu fréttum skoðar félagið að endurvekja hann í ljósi meiðsla Jurrien Timber, sem verður líklega lengi frá eftir að hafa meiðst í fyrsta leik tímabilsins gegn Nottingham Forest.

Þá gæti Tierney farið en hann hefur verið orðaður við Newcastle.

Fari Tierney þarf Arsenal líklega að bæta við sig, hvort sem Cancelo komi eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun