Arsenal gæti endurvakið áhuga sinn á Joao Cancelo fyrir gluggalok ef Kieran Tierney fer. Daily Mail segir frá.
Cancelo er ekki inni í myndinni hjá Manchester City og er ekki ólíklegt að hann fari þaðan. Hann var á láni hjá Bayern Munchen seinni hluta síðustu leiktíðar en þýska félagið nýtti ekki ákvæði um að kaupa hann í sumar.
Portúgalski bakvörðurinn er þá sterklega orðaður við Barcelona þessa dagana, en fyrr í sumar var Arsenal talið hafa áhuga á honum.
Samkvæmt nýjustu fréttum skoðar félagið að endurvekja hann í ljósi meiðsla Jurrien Timber, sem verður líklega lengi frá eftir að hafa meiðst í fyrsta leik tímabilsins gegn Nottingham Forest.
Þá gæti Tierney farið en hann hefur verið orðaður við Newcastle.
Fari Tierney þarf Arsenal líklega að bæta við sig, hvort sem Cancelo komi eða ekki.