Hinn 39 ára gamli Emil Hallfreðsson, hefur tekið ákvörðun um að hætta í fótbolta. Frá þessu greinir hann í samtali við Vísir.is.
Emil hefur verið í atvinnumennsku í átján ár en enska félagið Tottenham keypti hann frá FH árið 2005.
Hann hefur síðan þá átt afar farsælan feril og var lengi vel í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu.
Emil ætlar þó ekki að hætta í fótbolta og stefnir á að gerast umboðsmaður knattspyrnumanna.
„Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil við Vísir.is.