Romeo Lavia hefur hafnað Liverpool og ætlar að ganga í raðir Chelsea. Er þetta annar leikmaðurinn sem afþakkar boð Liverpool á síðustu dögum.
Liverpool hafði fengið samþykkt tilboð í Mosies Caicedo miðjumann Brighton en hann hafnaði félaginu og fer til Chelsea.
Sama er að gerast með Lavia sem kostar um 50 milljónir punda frá Southampton.
Lavia er 19 ára gamall miðjumaður sem kom til Southampton frá Manchester City fyrir 15 milljónir punda fyrir ári síðan.
David Ornstein segir frá þessu og er talið að Lavia verði leikmaður Chelsea í vikunni.
🚨 Romeo Lavia has chosen to join Chelsea from Southampton. Liverpool were pursuing but are aware of decision. #CFC & #SaintsFC have good relations, so no issues expected on deal or personal terms. Fee likely to be around £50m + add-ons @TheAthleticFC #LFC https://t.co/EjmFknCViS
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 14, 2023