Mohamed Salah var allt annað en sáttur með að vera skipt af velli í jafntefli Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Leikurinn fór fram á Stamford Bridge. Luis Diaz kom gestunum frá Bítlaborginni yfir á 18. mínútu eftir stoðsendingu Salah en Axel Diasi jafnaði fyrir Chelsea um 20 mínútum síðar.
Þegar tæplega stundarfjórðungur lifði leiks var Salah svo skipt af velli. Hann var ósáttur með það eins og sjá má.
The first time Mo get angry for getting subbed off.
Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023
Manchester United goðsögnin Roy Keane ræddi málið á Sky Sports.
„Það er í lagi að vera pirraður yfir þessu en ekki of lengi. Hann hrissti hausinn og veifaði höndum eftir að hann settist á bekkinn. Sestu bara niður og þegiðu. Við höfum séð mun betri leikmenn en Salah tekna af velli. Þetta er hluti af leiknum.“