Það vakti athygli margra þegar Pep Guardiola, stjóri Manchester City, skammaði Erling Braut Haaland á leið til búningsklefa í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld. Málið var tekið fyrir á Vellinum á Símanum Sport.
Haaland hafði skorað tvö mörk í fyrri hálfleiknum, en leiknum sjálfum lauk 0-3 fyrir þrefalda meistara City.
Norski framherjinn, sem var stórkostlegur á síðustu leiktíð, var ósáttur við Bernardo Silva því hann vildi fá boltann frá honum skömmu fyrir hálfleik en Guardiola var ekki á sama mála og lét Haaland heyra það á leið inn í hálfleik.
„Þetta kom dálítið skringilega út, akkúrat þegar þeir eru að labba inn í hálfleik,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í þættinum.
😅 Ao fim do 1º tempo, com o City vencendo e 2 gols de Haaland, Guardiola saiu de campo assim ao lado do norueguês.
🧠 É assim que se entende como alguém ganha tanto. Porque a exigência e o grau de perfeccionismo são altíssimos.pic.twitter.com/4ORdSA2liY
— Footure (@FootureFC) August 11, 2023
Eiður spilaði einmitt undir stjórn Guardiola hjá Barcelona um skeið.
„Það er náttúrulega mikill metnaður í báðum þessum mönnum, við skulum ekki gleyma því. Haaland lifir fyrir að skora mörk og vill alltaf fá boltann.“
Bjarni Þór Viðarsson tók til máls.
„Hann (Guardiola) sýnir hver ræður og kannski var þetta líka aðeins fyrir myndavélarnar. Það er allt í lagi að menn séu að skiptast á skoðunum.“