Eins og nær allir vita var Harry Kane keyptur til Bayern Munchen frá Tottenham fyrir helgi.
Enski landsliðsfyrirliðinn hefur verið besti leikmaður Tottenham í áraraðir og því ljóst að þetta er blóðtaka fyrir félagið.
Þetta gæti þó líka reynst áfall fyrir ensku þjóðina eins og enskir miðlar koma nú inn á.
Eiginkona Kane, Kate, á nefnilega von á barni eftir tvær vikur. Það eru sagðar góðar líkur á að það fæðist í Munchen.
Samkvæmt reglum mun það öðlast tvöfalt ríkisfang við það. Nóg er að annað foreldrið sé með dvalarleyfi í meira en þrjú ár og tryggir fjögurra ára samingur Kane það.
Þau hafa ekki ákveðið hvar barnið á að fæðast en samkvæmt heimildamanni The Sun fór Kate til Munchen í síðasta mánuði að taka út sjúkrahús og kemur vel til greina að fæða barnið þar.