Sjónvarpsmaðurinn umdeildi Piers Morgan er mikill stuðningsmaður Arsenal og horfir á alla leiki liðsins.
Morgan horfði á sína menn spila gegn Nottingham Forest í gær en sigurinn var naumur að lokum.
Arsenal vann 2-1 en Forest lagaði stöðuna undir lok leiks og hótaði því að jafna metin fyrir lokaflautið.
Morgan var ekki hrifinn af frammistöðu Arsenal og skýtur sérstaklega á Kai Havertz sem kom til liðsins frá Chelsea í sumar.
,,Ég tek þennan sigur en þetta var afskaplega lélegur seinni hálfleikur hjá Arsenal og ég skil ekki af hverju Forest vildi þetta meira undir lok leiksins,“ sagði Morgan.
,,Annað sem ég skil ekki er hvað Kai Havertz er að gefa liðinu.“