Fabrizio Romano staðfestir það í kvöld að Moises Caicedo muni ganga í raðir Chelsea eftir allt saman.
Caicedo kemur til Chelsea frá Brighton en hann hefur reynt að komast þangað í allt sumar.
Liverpool blandaði sér í baráttuna um leikmanninn en hann vildi alltaf komast til Chelsea sem verður raunin.
Chelsea borgar 115 milljónir punda fyrir miðjumanninn sem er gríðarlega öflugur í sinni stöðu.
Hann skrifar undir samning til ársins 2031.