Everton hefur birt færslu á Twitter síðu sína eftir skilaboð sem voru send til framherjans Neal Maupay.
Maupay spilaði með Everton gegn Fulham í gær en um var að ræða leik sem lauk með 1-0 tapi á heimavelli.
Maupay fékk ógeðsleg skilaboð eftir leik á Instagram frá manni sem kallar sig ‘jhgukkmm’ á síðunni.
,,Þetta er það sem ég fæ fyrir að skora ekki mark. Enginn á að þurfa að þola þetta,“ skrifar Maupay og birtir sjálfur færsluna.
,,Hæ. Ég vona að mamma þín sé dáin,“ skrifar maðurinn til Maupay sem birti skilaboðin í kjölfarið.
Algjörlega óásættanleg hegðun frá þessum aðila en Everton fullyrðir það málið sé undir rannsókn lögreglu.
Everton Football Club condemns all forms of personal abuse directed towards our players and their families or any Club staff on social media.
We stand firmly against such behaviour and are investigating the social media accounts that have targeted Neal Maupay.
We also… pic.twitter.com/oxWVgsDusm
— Everton (@Everton) August 12, 2023