Roberto Carlos vildi komast frá Inter Milan um leið og hann þurfti að vinna með Roy Hodgson hjá félaginu.
Hodgson starfaði hjá Inter frá 1995 til 1997 en Carlos yfirgaf félagið ári eftir að sá enski tók við.
Carlos segir að Hodgson hafi eyðilagt fyrir sér á þessum tíma en hann vildi spila á Copa America 1997 með Brasilíu.
Hodgson ákvað að nota Carlos á miðjunni hjá Inter en um er að ræða einn besta bakvörð allra tíma.
,,Roy Hodson eyðilagði mig. Hann neyddi mig til að spila á miðri miðjunni. Það var ekki fræðilegur möguleiki að ég myndi fá tækifæri með landsliðinu spilandi þar,“ sagði Carlos.
,,Það er ekki það að við höfum ekki náð vel saman, þetta snýst um það að hann vissi ekki mikið um fótbolta.“
,,Ég ræddi við stjórnarformanninn og bað um að fá að fara eftir hans komu.“