Ein magnaðasta félagaskiptasaga sumarsins ætlar engan endi að taka en Moises Caicedo hefur nú ákveðið að fara til Chelsea frekar en Liverpool. Fabrizio Romano, sem er nær alltaf með allt á hreinu er kemur að félagaskiptum, segir frá þessu.
Þetta er mikið högg fyrir Liverpool, en í gær samþykkti Brighton 111 milljóna punda tilboð félagsins í miðjumanninn.
Caicedo hafði verið sterklega orðaður við Chelsea áður en Liverpool bauð í hann í gær.
Það var búið að bóka læknisskoðun fyrir Caicedo hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur nú ákveðið að fara til Chelsea. Hann náði samkomulagi við félagið um eigin kjör í maí og ætlar að standa við orð sín.
Nú munu Chelsea og Brighton ganga frá samningum er varðar kaup á leikmanninum.
EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! 🚨🔵🇪🇨 #CFC
Caicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.
Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton. pic.twitter.com/HI3geVVq9Z
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023