Víkingur R. 3 – 1 Breiðablik
1-0 Nadía Atladóttir
1-1 Birta Georgsdóttir
2-1 Nadía Atladóttir
3-1 Freyja Stefánsdóttir
Víkingur Reykjavík afrekaði ótrúlegan hlut í kvöld er liðið varð bikarmeistari kvenna á Laugardalsvelli.
Víkingur leikur ekki í Bestu deild kvenna heldur Lengjudeildinni og mætti risunum í Breiðabliki.
Þær rauðsvörtu gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-1 sigur þar sem Nadía Atladóttir gerði tvennu.
Fjölmargir létu sjá sig í stúkunni á leiknum og sáu Víking þarna vinna bikarinn í fyrsta sinn kvenna megin.