fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Mikael segir þetta fullreynt eftir hörmungar gærdagsins – „Þetta var algjört hneyksli“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 14:30

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik fékk slæma útreið í Bosníu í gær í forkeppninnar Evrópudeildarinnar. Frammistaða liðsins var tekin fyrir í Þungavigtinni.

Um var að ræða leik gegn Zrinjski í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar.

Staðan í hálfleik var 5-0 fyrir Zrinjski en leiknum lauk 6-2.

„Það kann aldrei góðri lukku að stýra að byrja fótboltaleik einu marki undir,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni, en Blikar fengu fyrsta markið á sig á 2. mínútu leiksins í gær og 1. mínútu gegn FC Kaupmannahöfn á dögunum.

„Það er bara ekki í boði í Evrópu. Þú verður að hafa kveikt á þér frá byrjun og það gerðist ekki í kvöld, ekki frekar en á móti Kaupmannahöfn,“ bætti Kristján við.

Mikael Nikulásson tók til máls og telur að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, gæti þurft að bregða frá leikstíl sínum í Evrópukeppninni.

„Það er fullreynt hjá Óskari að spila þennan fótbolta í Evrópu. Það gengur á vissum köflum í leikjunum en ansi oft eru þeir komnir með bakið upp við vegg.

Hann er ekki með leikmennina í þetta. Hann ætlar bara að spila sinn fótbolta í Evrópu og ég ber alveg virðingu fyrir því. En í Evrópu er Breiðablik ekki með leikmennina í þetta og þess vegna fá þeir öll þessi mörk á sig.

Þetta var algjört hneyksli í fyrri hálfleik,“ sagði Mikael.

Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, hefur fengið mikla gagnrýni undanfarið en Mikael segir ekki bara við hann að sakast.

„Vörn Blika er gjörsamlega að klikka. Þetta er ekki bara markmaðurinn. Hann er bara með lélega vörn fyrir framan sig. Varnarleikurinn er bara búinn að vera hlægilegur í ansi mörgum leikjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Í gær

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“