Það er ekkert sem getur stoppað það að Harry Kane gangi í raðir Bayern Munchen í dag. Nær allt er nú frágengið.
Í gær var sagt frá því að Tottenham hafi samþykkt meira en 100 milljóna evra tilboð Bayern í leikmanninn. Þá var aðeins undir Kane komið að ákveða sig.
Nú hefur hann gert það og ætlar hann að ganga í raðir Þýskalandsmeistaranna.
Bayern greiðir Tottenham 100 milljónir evra fyrir Kane en upphæðin gæti hækkað upp í allt að 120 milljónir evra síðar meira.
Kane skrifar undir fjögurra ára samning við Bayern.
Kappinn flýgur til Þýskalands í dag til að gangast undir læknisskoðun.
Kane kom upp í gegnum unglingastarf Tottenham og ljóst að hann er algjör goðsögn innan félagsins. Skoraði hann alls 280 mörk fyrir félagið.
Harry Kane to FC Bayern, here we go! Deal completed between all parties as Kane has given final green light 🚨🔴
Tottenham to receive €100m fixed fee plus add-ons up to €20m package.
Kane will sign a four year deal, he’ll fly to Germany today.
Medical booked. Done deal. pic.twitter.com/iervbXzkwt
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023