Það er enginn sáttari með það að Harry Kane sé að yfirgefa enska boltann en Alan Shearer.
Kane er á leið frá Tottenham til Bayern Munchen á upphæð sem nemur 100 milljónum evra til að byrja með. Hún getur hækkað upp í 120 milljónir evra síðar meir.
Þá skrifar Kane undir fjögurra ára samning við Bæjara.
Það er því ljóst að Kane mun ekki bæta markametið í ensku úrvalsdeildinni, allavega ekki í bili, en það er í eigu Shearer.
Shearer skoraði 260 mörk í úrvalsdeildinni á ferlinum en Kane vantar 47 mörk í það.
„Koma svo Harry, tími til að fara,“ skrifar Shearer á samfélagsmiðla og birtir mynd af sér sem flugmaður á leið upp í vél.
Spaugið hefur fallið vel í kramið. Færslan er hér að neðan.
Come on Harry it’s time to go! 🤪 pic.twitter.com/rm284IXOXR
— Alan Shearer (@alanshearer) August 11, 2023