Það er komin meiri pressa á vængmanninn Mykhailo Mudryk að standast væntingar á komandi tímabili.
Mudryk var keyptur til Chelsea frá Shakhtar Donetsk í janúar og kostaði enska félagið 80 milljónir punda.
Hann sýndi ágætis takta við og við í deildinni í vetur en þótti alls ekki standa undir væntingum heilt yfir.
Chelsea hefur nú ákveðið að gefa Mudryk treyju númer tíu og tekur hann við henni af Christian Pulisic.
Mudryk klæddist treyju númer 15 á síðasta tímabili en Nicolas Jackson mun í stað nota það númer.