Zrinjski Mostar 6 – 2 Breiðablik
1-0 Tomislav Kis (‘2)
2-0 Matija Malekinusic (’21)
3-0 Tomislav Kis (’30)
4-0 Nemanja Bilbija (’32)
5-0 Matija Malekinusic (’41)
6-0 Antonio Ivancic (’55)
6-1 Anton Logi Lúðvíksson (’63)
6-2 Gísli Eyjólfsson (’74)
Breiðablik er að öllum líkindum á leið í Sambandsdeildina eftir stórtap í Bosníu nú í kvöld.
Um var að ræða fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni en þeir bosnísku bera nafnið Zrinjski Mostar og eru sterkir.
Heimamenn voru með mikla yfirburði á velli í kvöld og skoruðu sex mörk gegn tveimur frá þeim íslensku.
Blikar náðu að skora tvö mörk þrátt fyrir að vera manni færri en bæði mörkin komu í seinni hálfleik.
Viktor Karl Einarsson fékk rautt spjald á 31. mínútu eftir tvö gul spjöld en staðan var þá 3-0 fyrir Zrinjski.
Næsti leikur liðanna er á Kópavogsvelli og er svo sannarlega erfið viðureign framundan og þarf mikið að gerast svo Blikar fari áfram.