West Ham og Southampton hafa komist að samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á James Ward-Prowse.
Ward-Prowse er fyrirliði Southampton en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og þótti strax nokkuð ljóst að Ward-Prowse myndi ekki taka tímabilið í B-deildinni.
Fyrr í þessum mánuði hafnaði Southampton 30 milljóna punda tilboði West Ham í Ward-Prowse en nýtt tilboð hljóðar upp á sömu upphæð en henta greiðslurnar Southampton betur.
Southampton vill að Ward-Prowse spili um helgina gegn Norwich en líklegt er að það verði hans síðasti leikur fyrir félagið sem hann ólst upp hjá.
Sjálfur vill Ward-Prowse fara sem fyrst en vill hins vegar fá að kveðja stuðningsmenn.