Brasilíumaðurinn Neymar gæti óvænt endað hjá Barcelona í sumar samkvæmt spænska miðlinum Sport.
Neymar er talinn vilja komast burt frá Paris Saint-Germain og er félagið reiðubúið í að selja.
Neymar vakti mest athygli sem leikmaður Barcelona en varð dýrasti leikmaður sögunnar er hann samdi við PSG.
Samkvæmt Sport þá er lið í Sádí Arabíu tilbúið að kaupa Neymar og lána hann til Barcelona í eitt tímabil.
Það er nóg til af peningum í Sádí Arabíu og gæti PSG fengið ágætis upphæð fyrir þennan 31 árs gamla leikmann.