Goðsögnin Gary Lineker telur að Arsenal muni vinna ensku úrvalsdeildina næsta vetur frekar en Manchester City.
Flestir búast við að Man City verndi titilinn í vetur en Arsenal hafnaði í öðru sæti undir stjórn Mikel Arteta eftir að hafa verið á toppnum heillengi.
Lineker hefur fulla trú á Arsenal fyrir komandi leiktíð og hrósar liðinu fyrir góðan félagaskiptaglugga.
Arsenal keypti til að mynda Declan Rice frá West Ham sem og Kai Havertz sem kom frá Chelsea.
Arsenal vann fyrsta titil tímabilsins í gær er liðið hafði betur gegn Man City í Samfélagsskildinum eftir vítakeppni.
,,Ég giska á að Arsenal vinni deildina á þessu tímabili – kannski er það til að vera ekki of fyrirsjáanlegur,“ sagði Lineker.
,,Þeir átti gott sumar á félagaskiptamarkaðnun. Ég ætla ekki að færa þá aftar og að missa af efsta sætinu á síðustu leiktíð mun hjálpa þeim.“
,,Að vera í kapphlaupinu gefur þeim reynslu sem þeir voru ekki með áður.“