Real Madrid á Spáni hefur harðneitar fyrir þær sögusagnir að Florentino Perez sé að stíga til hliðar sem forseti félagsins.
Perez hefur verið forseti Real frá árinu 2000 og er maðurinn á bakvið mörg frábær kaup félagsins þessi 23 ár.
,,Þessar sögusagnir eru algjörlega rangar,“ kemur fram í stuttri tilkynningu Real um framtíð forsetans.
Perez er ekki vinsæll á meðal allra en fyrrum dómarinn Iturralde Gonzalez gagnrýndi hann til að mynda harðlega fyrr á þessu ári og hans framkomu.
Stuðningsmenn Real hafa margir að sama skapi heimtað breytingar en Perez virðist ekki vera á förum á næstunni.