Það eru ekki allir sem geta sagt frá því að hafa fengið koss frá einum besta knattspyrnumanni sögunnar.
Ungur stuðningsmaður í Miami í Bandaríkjunum getur þó sagtr frá því er hann hitti Lionel Messi í fyrsta sinn.
Strákurinn ungi er augljóslega mikill aðdáandi Messi sem skrifaði undir hjá Miami í sumarglugganum.
Hann bað Messi um einn lítinn koss og var heimsmeistarinn ekki lengi að samþykkja þá beiðni.
Aðdáandinn missti sig algjörlega eftir kossinn en hann náði atvikinu á myndband eins og má sjá hér.
This fan asked Messi for a kiss and he did it 😭😭😭 He won pic.twitter.com/FP7MwufwDA
— MC (@CrewsMat10) August 4, 2023