Leikmenn Manchester United eru tilbúnir að taka á móti Mason Greenwood á nýjan leik og eru opnir fyrir því að spila með honum í vetur.
Frá þessu greinir the Sun en Greenwood hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í janúar í fyrra.
Greenwood var þá handtekinn og ákærður fyrir heimilisofbeldi og tilraun til nauðgunnar en kærurnar voru felldar niður í febrúar.
,,Allir leikmennirnir eru sammála um það hann eigi skilið annað tækifæri þar sem hann var sýknaður,“ segir heimildarmaður Sun.
,,Þeir vita að þetta verður eriftt en eru tilbúnir að sýna honum fullan stuðning og vernda hann. Sumir af þessum leikmönnum léku með honum í unglingaliðinu.“
Greenwood var á sínum tíma talinn einn efnilegasti leikmaður Englands en hann er enn aðeins 21 árs gamall.