fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Telur að Manchester United hafi keypt varamann á risaupphæð: Betri leikmaður í Birmingham – ,,Ertu að grínast?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. ágúst 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Mount ætti ekki að komast í byrjunarlið Manchester United og þá alls ekki í sameiginlegt lið United og Aston Villa.

Þetta segir fyrrum framherjinn Gabby Agbonlahor sem er mikill stuðningsmaður Villa og fyrrum leikmaður liðsins.

Mount gekk í raðir United í sumar frá Chelsea og kostaði 60 milljónir punda en hann er mikilvægur hluti af enska landsliðinu.

Agbonlahor er þó ekki of hrifinn af þessum 24 ára gamla leikmanni og kæmi það honum á óvart ef hann verður byrjunarliðsmaður í vetur.

,,Hann kemst varla á bekkinn félagi.. Hann verður síðasti varamaðurinn sem ég vel,“ sagði Agbonlahor um Mount.

,,Það er ekki fræðilegur möguleiki á að Mason Mount komist í þetta lið, hann er svo fjarri því.“

Kollegi Agbonlahor, Darren Bent, spurði svo hvort hinn skoski John McGinn fengi kallið frekar en enski landsliðsmaðurinn.

,,Ertu að grínast? Alla daga vikunnar og ég held að allir séu sammála. McGinn er stórkostlegur leikmður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með