Mason Mount ætti ekki að komast í byrjunarlið Manchester United og þá alls ekki í sameiginlegt lið United og Aston Villa.
Þetta segir fyrrum framherjinn Gabby Agbonlahor sem er mikill stuðningsmaður Villa og fyrrum leikmaður liðsins.
Mount gekk í raðir United í sumar frá Chelsea og kostaði 60 milljónir punda en hann er mikilvægur hluti af enska landsliðinu.
Agbonlahor er þó ekki of hrifinn af þessum 24 ára gamla leikmanni og kæmi það honum á óvart ef hann verður byrjunarliðsmaður í vetur.
,,Hann kemst varla á bekkinn félagi.. Hann verður síðasti varamaðurinn sem ég vel,“ sagði Agbonlahor um Mount.
,,Það er ekki fræðilegur möguleiki á að Mason Mount komist í þetta lið, hann er svo fjarri því.“
Kollegi Agbonlahor, Darren Bent, spurði svo hvort hinn skoski John McGinn fengi kallið frekar en enski landsliðsmaðurinn.
,,Ertu að grínast? Alla daga vikunnar og ég held að allir séu sammála. McGinn er stórkostlegur leikmður.“