Pedri, leikmaður Barcelona, harðneitar því að hann sé á förum frá félaginu til Paris Saint-Germain í sumar.
PSG var óvænt orðað við Pedri fyrr í mánuðinum en um er að ræða einn efnilegasta miðjumann Evrópu.
Pedri hefur sjálfur engan áhuga á að kveðja Barcelona og ætlar sér að spila á Nou Camp næsta vetur.
,,Auðvitað verð ég áfram, ég er mjög rólegur í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Pedri við blaðamenn.
,,Ég nýt þess að vera hér og að spila á undirbúningstímabilinu. Ég vil vera tilbúinn fyrir næsta leik. Ég er ekki að einbeita mér að því sem fólk er að segja í blöðunum.“
,,Ég er bara að hugsa um að klára undirbúningstímabilið vel og tímans hjá Barcelona.“