Söngkonan heimsfræga Shakira er ekki sátt þessa stundina eftir ákvörðun fyrrum eiginmannsins, Gerard Pique.
Pique og Shakira voru saman í mörg ár og eiga börn saman en ákváðu að skilja fyrr á þessu ári.
Pique var ekki lengi að finna sér nýja konu en hann er í dag í sambandi með stelpu að nafni Clara Chía.
Þessi fyrrum spænski landsliðsmaður hefur teki ákvörðun um að flytja Chía inn í fyrrum heimili hans og Shakira.
,,Shakira bjó þarna fyrst árið 2012 er hún kom til Barcelona. Þetta er nokkuð öruggt heimili,“ er haft eftir kunningja fjölskyldunnar.
,,Þetta er gamalt ‘Pique’ heimili, ég ímynda mér að þau hafi verið að leigja það út eða notað það um helgar.“
Shakira er sögð vera alveg brjáluð yfir ákvörðun Pique en hún komst sjálf í fréttirnar fyrr á þessu ári eftir að hafa gefið út lög þar sem skotið er hressilega á fyrrum eiginmanninn.