Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, var aðeins 45 sekúndum of seinn fyrir leik gegn Wolves síðasta vetur.
Erik ten Hag, stjóri liðsins, kallar ekki allt ömmu sína og ákvað að refsa Rashford með að henda honum á bekkinn.
Um var að ræða liðsfund fyrir leikinn gegn Wolves en Rashford var aðeins of seinn og tók sinni refsingu.
Englendingurinn var auðvitað vonsvikinn með ákvörðunina en skilur stjóra sinn vel að hafa tekið þessa ákvörðun.
,,Ég var ekki einu sinni það seinn – hann var hins vegar ekki að vera of strangur. Að vera seinn er að vera of seinn,“ sagði Rashford.
,,Ég var held ég 45 sekúndum of seinn. Ég vissi hvað ég ætti von á, hann er með sínar reglur og kom þeim á framfæri á undirbúningstímabilinu.“
,,Reglur eru reglur og við erum með leiki sem við þurfum að vinna.“