Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, er ekkert smá hrifinn af samherja sínum William Saliba.
Saliba hefur staðið sig með prýði í London eftir að hafa fengið tækifæri með aðalliði Arsenal á síðustu leiktíð.
Zinchenko vissi ekki hver Saliba var áður en hann kom til enska félagsins en myndi velja fáa aðra í hans stað í dag.
,,Hann er eins og Rolls-Royce. Hann er svo góður leikmaður. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Zinchenko.
,,Ég skal vera hreinskilinn, ég þekkti hann ekki áður en hann kom til Arsenal en um leið og ég sá hann æfa hugsaði ég með mér hver þetta væri.“
,,Svo spiluðum við fyrsta leikinn á undirbúningstímabilinu gegn Chelsea, engin mistök. Hann gerir aldrei mistök. Þetta er náungi sem getur gert allt saman.“