Julen Lopetegui er að íhuga að yfirgefa Wolves áður en tímabilið hefst ef marka má frétt Mirror.
Lopetegui tók við sem stjóri Wolves í nóvember í fyrra eftir skelfilegt gengi liðsins. Hann náði að snúa því við og skila liðinu í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Hann hefur hins vegar lítið fengið að versla inn í sumar þar sem Wolves er í vandræðum gagnvart Financial Fair Play reglum.
Þá hafa Úlfarnir misst fyrirliða sinn Ruben Neves til Sádi-Arabíu, auk þess sem menn á borð við Nathan Collins og Raul Jimenez eru farnir.
Lopetegui er afar pirraður á stöðunni og íhugar að yfirgefa félagið þar sem hann er hræddur um að það verði ekki samkeppnishæft á næstu leiktíð með núverandi leikmannahóp.