Það er algjörlega undir Dusan Vlahovic komið að ákveða hvort Romelu Lukaku verði leikmaður Juventus á næstu leiktíð.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Gianluca Di Marzio sem sérhæfir sig í fréttum um leikmenn á Ítalíu.
Juventus vill fá Romelu Lukaku frá Chelsea í sumar og hefur hann samþykkt þriggja ára samning við félagið.
Vlahovic þyrfti hins vegar að færa sig í hina áttina en liðin myndu skipta á leikmönnum.
Juventus bað Chelsea um 50 milljónir evra fyrir Vlahovic í sumar en enska félagið vildi ekki borga þann verðmiða.
Ef Vlahovic er tilbúinn að færa sig til London þá er allt klappað og klárt varðandi Lukaku sem bíður eftir að geta skipt endanlega um félag eftir misheppnaða dvöl á Stamford Bridge.