fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Sannfærður um að hann þurfi ekki að færa sig um set til að vinna Ballon d’Or

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 19:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafael Leao er sannfærður um að hann geti unnið Ballon d’Or eða Meistaradeildina sem leikmaður AC Milan.

Milan hefur ekki gert það of gott í Evrópu í langan tíma en Leao er talinn vera einn öflugasti sóknarmaður Evrópu.

Mörg félög í Evrópu höfðu áhuga á að semja við Leao sem krotaði undir nýjan samning við Milan í síðasta mánuði.

Portúgalinn virðist vera sáttur hjá sínu félagsliði og er viss um að hann geti unnið stærstu verðlaunin á San Siro.

,,Ég varð áfram því þeir hjálpuðu mér að ná mínum markmiðum – við unnum deildina saman og félagið leyfði mér að þroskast sem leikmaður,“ sagði Leao.

,,Mér líður eins og ég sé leiðtogi liðsins, þetta er rétta félagið fyrir mig til að ná frekari árangri hjá eins og að vinna Meistaradeildina eða Ballon d’Or.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid