Dundalk 2 – 2 KA (3-5)
0-1 Jóan Símun Edmundsson (’13 )
1-1 John Martin (’33 )
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’81 , víti)
2-2 Gregory Sloggett (’89 )
KA er komið áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar eftir leik við Dundalk frá Írlandi.
Um var að ræða seinni leik liðanna en KA vann fyrri leikinn 3-1 heima og var í góðri stöðu.
Leik kvöldsins lauk með 2-2 jafntefli en Jóan Símun Edmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir KA í viðureigninni.
Næsta verkefni KA verður heldur betur erfitt en þar mæta þeir stórliði Club Brugge.
Brugge er eitt besta lið Belgíu og komst úr riðli sínum í Meistaradeildinni síðasta vetur.