Liverpool á myndarlegasta fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar að sögn Jurgen Klopp, stjóra liðsins.
Virgil van Dijk hefur verið ráðinn nýr fyrirliði Liverpool en hann tekur við af Jordan Henderson sem hélt til Sádí Arabíu í vikunni.
Klopp hefur tjáð sig um þá ákvörðun að leysa Henderson af hólmi með Van Dijk og segir að það hafi verið eðlilegast í stöðunni.
,,Mín viðbrögð? Þetta var mín ákvörðun. Við þurftum að taka ákvörðun og hugsa um hana vandlega. Að velja Virg var ekki of erfitt því hann getur náttúrulega fyllt í skarð Hendo og við þurftum líka að finna varafyrirliða fyrir James Milner,“ sagði Klopp.
,,Virg er með allt sem til þarf fyrir góðan fyrirliða knattspyrnufélags. Númer eitt, hann er klárlega myndarlegasti fyrirliðinn í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægt fyrir liðsmyndirnar! Allt í hans persónuleika er til staðar.“
,,Hann vill vera leiðtogi og er leiðtogi. Hann þarf að stíga upp eins og við allir.“