Rob Taylor, leikmaður Inter Miami, hefur staðfest það að Lionel Messi sé að læra enska tungumálið í fyrsta sinn á ævinni.
Messi er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar en hann gekk í raðir Miami í sumar þar sem talað er bæði ensku og spænsku.
Messi er með spænskuna á hreinu en kann ekki of mikið í ensku og vill læra til að getað talað við nýju liðsfélaga sína eins vel og hægt er.
,,Ég er að læra spænsku og hann er að læra ensku. Samtalið okkar á milli gengur ekki of vel en á vellinum er það öðruvísi. Fótboltinn er sitt eigið tungumál og til að ná saman með einhverjum þarftu ekki að tala sama tungumál,“ sagði Taylor.
,,Ég hef heyrt hann segja nokkur orð í ensku bæði við mig og aðra leikmenn í liðinu svo ég myndi segja að hann sé með ágætis tök á tungumálinu.“