Margir enskir knattspyrnuaðdáendur muna eftir varnarmanninum Konstantinos Mavropanos sem leikur í dag með Stuttgart.
Mavropanos gæti nú verið á leið adftur til Englands eftir að hafa leikið með Arsenal frá 2018 til 2022.
Miðvörðurinn gat í raun ekkert með Arsenal og spilaði aðeins sjö deildarleiki en hefur gert hóða hluti með Stuttgart.
Wolves og West Ham eru að horfa til leikmannsins sem á að baki 19 landsleiki fyrir Grikkland.
Það kæmi verulega á óvart ef Mavropanos kæmi aftur til Englands en hann hefur gert flotta hluti í Þýskalandi undanfarin þrjú ár.