Stuðningsmenn Chelsea eru margir mjög hissa á að félagið vilji ekki selja varnarmanninn Trevoh Chalobah fyrir minna en 45 milljónir punda.
Chalobah hefur ekki náð að festa sig almennilega í sessi í London og er sterklega orðaður við brottför í sumar.
Chelsea ku vera að kaupa Axel Disasi frá Mónakó í þessum glugga og er þá með allavega sex miðverði í sínum röðum.
Chalobah er til sölu en Chelsea vill fá himinháa upphæð fyrir varnarmanninn sem enginn vill líklega borga.
Stuðningsmenn Chelsea eru sammála um það að verðmiðinn sé alltof hár fyrir Chalobah sem hefur átt upp og niður leiki með félaginu.
Flestir eru á því máli að Chelsea geti fengið 30 milljónir punda fyrir Chalobah sem á að baki 63 landsleiki fyrir félagið.