Andre Onana mun breyta leikstíl Manchester United að sögn stjóra liðsins, Erik ten Hag.
Ten Hag og Onana þekkjast vel en þeir unnu saman hjá Ajax á sínum tíma og eru sameinaðir á ný.
Man Utd ákvað að kaupa Onana frá Inter Milan í sumar og leysir hann David de Gea af hólmi sem aðalmarkvörður.
Ten Hag hefur bullandi trú á Onana og segir að Man Utd geti nú leyft sér að spila öðruvísi en með Spánverjann í markinu.
,,Hann er frábær markmaður og er með öðruvísi stíl,“ sagði Ten Hag í samtali við blaðamenn.
,,Það er ástæðan fyrir því að við vildum semja við hann. Með því að fá hann inn þá mun eitthvað breytast í okkar leik.“