Helgi Sigurðsson er hættur sem þjálfari Grindavík samkvæmt frétt Fótbolta.net. Tíðindin koma í kjölfar hörmulegs gengis Grindavíkur undanfarið.
Margir spáðu Grindvíkingum toppsætinu í Lengjudeild karla fyrir tímabil en gengið hefur verið arfaslakt. Eftir fína byrjun á tímabilinu er liðið nú í tíunda sæti, 4 stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Helgi tók við liði Grindavíkur fyrir tímabilið en er nú á útleið miðað við nýjustu fréttir.
Fótbolti.net segir að ekki liggi fyrir að svo stöddu hver eftirmaður Helga verður í Grindavík.
Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar.