Manchester United er nú í viðræðum við spænska félagið Real Sociedad um sölu á miðjumanninum Donny van de Beek.
Van de Beek kom til Man Utd frá Ajax árið 2020 en hefur svo sannarlega ekki staðist væntingar og fær lítið að spila.
Hollendingurinn er til sölu í sumar en Sociedad hefur áhuga á að fá leikmanninn í spænsku úrvalsdeildina.
Fabrizio Romano greinir frá að Sociedad vilji semja við Van de Beek sem er í dag 26 ára gamall.
Hann hefur fengið að spila á undirbúningstímabilinu en ku ekki eiga framtíð fyrir sér í Manchester.