KA 1 – 1 HK
1-0 Jakob Snær Árnason(’34)
1-1 Ahmad Faqa(’49)
Tíu leikmenn KA gerðu vel með að ná jafntefli gegn HK í kvöld í Bestu deild karla.
Ballið byrjaði eftir tvær mínútur en Dusan Brkovic, leikmaður KA, fékk þá að líta beint rautt spjald.
Dusan braut á Atli Hrafna Andrasyni sem var að sleppa í gegn og KA því orðnir tíu þegar allur leikurinn var eftir.
Það stoppaði liðið þó ekki frá því að komast yfir en Jakob Snær Árnason skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mínútu.
Ahmad Faqa sá svo um að tryggja HK stig í seinni hálfleik er hann skoraði með skalla á 49. mínútu í 1-1 jafntefli.