fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Augnablikið sem var gríðarlega erfitt fyrir 17 ára strákinn: Lét alla félaga hans vita – ,,Það var erfitt að taka þessu“

433
Föstudaginn 28. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Gomes, fyrrum undrabarn Manchester United, hefur tjáð sig um það hvernig það er að vinna með Jose Mourinho, fyrrum stjóra liðsins.

Gomes og Mourinho voru saman á Old Trafford en eru nú báðir farnir – Gomes leikur með Lille í Frakklandi og er Mourinho þjálfari Roma.

Það var alls ekki auðvelt fyrir Gomes sem var þá 17 ára gamall að vinna undir Mourinho og tjáir hann sig sjálfur um erfiðleikana.

,,Ég spilaði leik fyrir varaliðið og hann horfði á mig – hann taldi að ég hafi ekki spilað nógu vel,“ sagði Gomes.

,,Tveimur dögum seinna þá átti aðalliðið leik og hann ákvað að taka mig með. Fyrir leik þá ákvað hann að láta alla vita hvernig ég stóð mig.“

,,Þetta snerist allt um að vera andlega sterkur. Það sem ég komst að varðandi Jose er að hann vill alltaf að þú gerir betur. Það er eins og hann sé að reyna að espa þig upp, sýndu mér aðeins meira. Allir sögðu honum hversu góður ég væri en hann vildi sjá það.“

,,Ef þú ert ekki nógu góður þá lætur hann þig vita en ekki bara með því að segja þér það. Þú þarft að átta þig á því hvað hann vill, það gæti verið líkamstjáningin. Ég var 17 ára gamall og það var erfitt að taka þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Í gær

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Í gær

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City