Benjamin Pavard er áfram orðaður frá Bayern Munchen. Hann gæti endað á Englandi.
Hinn 27 ára gamli Pavard hefur verið á mála hjá Bayern síðan 2019 en nú er útlit fyrir að hann sé á förum.
Frakkinn á ár eftir af samningi sínum við Bayern en hefur ekki í hyggju að framlengja.
Pavard var orðaður við Manchester City fyrr í sumar í kjölfar þess að Kyle Walker var orðaður við Bayern. Minna hefur þó heyrst af því undanfarið.
City hefur þá enn augastað á leikmanninum og sem stendur er kapphlaupið um leikmanninn á milli þeirra, nágrannanna í Manchester United og Juventus.
Bayern bíður þess enn að formlegt tilboð berist í Pavard.
Benjamin #Pavard, he still wants to leave FC Bayern this summer as he has no intention to extend his contract beyond 2024.
➡️ It’s still a race between ManCity, ManUtd and Juventus at this stage
➡️ Swap deal with Kyle Walker has been no hot topic in the last days. #MCFCBayern… pic.twitter.com/WWn0yS4lZl
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 27, 2023