Leicester er að ganga frá kaupum á Stephy Mavididi frá Montpellier.
Enska liðið undirbýr sig fyrir tímabil í ensku B-deildinni eftir að hafa valdið miklum vonbrigðum og fallið úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð.
Hinn 25 ára gamli Mavididi er enskur en hefur verið á mála hjá Montpellier síðan 2020. Hefur hann skorað 21 mark í 96 leikjum.
Kappinn var á mála hjá Arsenal á yngri árum en lék aldrei fyrir aðalliðið. Þaðan fór hann til Juventus og svo til Frakklands.
Leicester greiðir Montpellier 6,4 milljónir punda fyrir kappann.