Marcus Rashford leikmaður Manchester United segist ekki hrifinn af því að spila sem fremsti maður.
Erik ten Hag stjóri United hefur verið vandræðum með stöðu fremsta manns hjá United og hefur Rashford stundum þurft að leysa hlutverkið.
Það hefur ekki enn tekist að landa níu í sumar og gæti Rashford því þurft að spila meira sem fremsti maður á komandi leiktíð.
„Mér finnst betra að vera á vinstri kanti. Þannig er auðveldara að vera meira með í leiknum og ég hef alltaf viljað það frá því ég var yngri,“ sagði Rashford hins vegar í nýju viðtali við Gary Neville.
„Ég á stundum erfitt með að spila sem fremsti maður því ég er óþolinmóður. Kannski snertir þú ekki boltann í 20 mínútur og svo næst þegar boltinn kemur til þín ertu í færi. Það þarf að vera vel kveikt á þér.“