fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Jón Gnarr heldur áfram að koma með breytingartillögur eftir atburði gærkvöldsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 11:00

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr heldur áfram að koma með skemmtilegar breytingartillögur í knattspyrnunni hér á landi. Nú tók hann fyrir nöfn knattspyrnufélaga.

Í síðasta mánuði skrifaði Jón færslu á Twitter þar sem hann kvaðst ekki hrifinn af því að fótboltamenn- og konur hér á landi séu kennd við föður sinn í knattspyrnutengdri umræðu.

„Að kenna íslenskt fótboltafólk við pabba sinn er bara bull. Pele var gælunafn. Ekki þurfti hann að vera merktur Nascimento enda engin sem vissi hver það var frekar en Sigurðsson og Guðmundsdóttir,“ skrifaði Jón þá.

Meira
Jón Gnarr vill sjá Íslendinga segja skilið við þetta hið snarasta – „Hætta þessum kjánaskap strax“

Í gær kom svo ný færsla frá Jóni eftir leik Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

„FCK stendur fyrir Fótbolta Klúbbur Kaupmannahafnar og er alvöru nafn á fótboltaliði. Það vita engin hvað Breiðablik þýðir. Ef Breiðablik héti FKK Fótboltaklúbbur Kópavogs þá hefðu þeir rústað FCK,“ skrifaði Jón á reikning sinn.

Um fyrri leik liðanna í 2. umferð var að ræða og hafði FCK betur, 0-2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Í gær

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?
433Sport
Í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær