Ummæli Fabio Carvalho um Jurgen Klopp í nýju viðtali hafa vakið mikla athygli.
Hinn tvítugi Carvalho gekk í raðir Liverpool frá Fulham síðasta sumar fyrir 5 milljónir punda. Hann lék þó aðeins 22 leiki í öllum keppnum og bjóst við meiri spiltíma.
Carvalho er nú kominn á láni til RB Leipzig í leit að honum. Hann var spurður hvort Jurgen Klopp stjóri Liverpool hafi gefið honum einhver ráð áður en hann fór til Þýskalands.
„Ég tala í raun ekkert við hann svo hann gaf mér engin ráð,“ sagði kappinn þá.
Hefur þetta vakið mikla athygli og skynja margir ósætti leikmannsins í garð Klopp.
„Heldur fólk virkilega að Carvalho spili fyrir okkur á næstu leiktíð?“ skrifaði einn stuðningsmaður.
„Hann er búinn hjá Liverpool,“ skrifaði annar.
Margir tóku í sama streng.