Luis Suarez, leikmaður Gremio, er tilbúinn að borga upp eigin samning til að komast burt og það strax.
Suarez er ekkert lítið spenntur fyrir því að halda til Spánar og spila með vini sínum Lionel Messi.
Messi gekk í raðir Inter Miami í sumar en hann og Suarez spiluðu saman hjá Barcelona við góðan orðstír.
Suarez gerði tveggja ára samning við Gremio fyrr á þessu ári en er ákveðinn í að rifta þeim samningi.
Úrúgvæinn er reiðubúinn að borga Gremio til baka það sem þarf ef hann fær að komast til Bandaríkjanna.
Hann er tilbúinn að greiða félaginu öll þau laun sem hann fékk árið 2023 sem og eitthvað aukalega.